Hertogahjónin Harry prins og Meghan Markle birtu í dag fyrstu stikluna úr umdeildum heimildaþáttum sem fjalla um líf hjónanna á bak við luktar dyr.
Í heimildarþáttunum verður fjallað um líf Harry og Meghan sem sögðu sig frá konunglegum skildum árið 2020. Þættirnir hluti af milljarðasamning sem hertogahjónin gerðu við Netflix.
Margt hefur gengið á í lífi Harry og Meghan undanfarin ár og hafa þau staðið í deilum við konungsfjölskylduna, meðal annars vegna meintra kynþáttafordóma gegn Meghan og sonar þeirra Archie.
Meghan hefur áður sagt að þættirnir sýni hluta lífs þeirra sem þau hafa ekki getað deilt með almenningi.
„Þetta er ástarsagan okkar,“ segir hertogynjan.
Stikluna er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Harry & Meghan. A Netflix Global Event. Coming soon, only on Netflix. pic.twitter.com/ysxaCcESP4
— Netflix (@netflix) December 1, 2022