Her­toga­hjónin Harry prins og Meg­han Mark­le birtu í dag fyrstu stikluna úr um­deildum heimilda­þáttum sem fjalla um líf hjónanna á bak við luktar dyr.

Í heimildar­þáttunum verður fjallað um líf Harry og Meg­han sem sögðu sig frá konung­legum skildum árið 2020. Þættirnir hluti af milljarða­­samning sem her­­toga­hjónin gerðu við Net­flix.

Margt hefur gengið á í lífi Harry og Meg­han undan­farin ár og hafa þau staðið í deilum við konungs­fjöl­skylduna, meðal annars vegna meintra kyn­þátta­for­dóma gegn Meg­han og sonar þeirra Archie.

Meg­han hefur áður sagt að þættirnir sýni hluta lífs þeirra sem þau hafa ekki getað deilt með al­menningi.

„Þetta er ástar­sagan okkar,“ segir her­togynjan.

Stikluna er hægt að sjá hér fyrir neðan.