Kvik­myndin Birta eftir Braga Þór Hin­riks­son verður frum­sýnd í kvik­mynda­húsi í byrjun nóvember. Þetta er fyrsta leikna barna-og fjöl­skyldu­myndin sem verður frum­sýnd hér á landi frá því Víti í Vest­manna­eyjum var sýnd árið 2018 við miklar vin­sældir, einnig í leik­stjórn Braga Þórs. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að Birta sé bráð­fyndin og hjart­fólgin saga um ís­lenskan raun­veru­leika sem margir þekki og tengi við. Sagan gerist í neðra Breið­holti og fjallar um Birtu Bjarka­dóttur 11 ára, sem heyrir fyrir slysni, ein­stæða móður sína sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunar­fræðingur til að ná endum saman segja við vin­konu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól.

Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mann­sæmandi jóla­há­tíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bók­staf­lega og á­kveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára.

Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vit­neskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert ein­falt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.

Birtu fagnað á Ítalíu

Þótt Birta hafi ekki enn verið frum­sýnd á Ís­landi hefur hún notið mikillar vel­gengni nú þegar og var heims­frum­sýnd á kvik­mynda­há­tíðinni Gif­foni við góðar við­tökur á Ítalíu í júlí síðast­liðinn. Myndin hefur verið valin inn á þrettán kvik­mynda­há­tíðir, sem margar hverjar eru þær virtustu. Birta hefur einnig verið seld til STU­DIO HAM­BURG til dreifingar og sölu um allan heim.

Í til­kynningunni segir að sjald­gæft sé að ráðist sé í fram­leiðslu metnaðar­fullra kvik­mynda fyrir börn og ung­menni hér á landi og því vilja að­stand­endur myndarinnar Birtu kapp­kosta að hún komi fyrir sjónir sem flestra barna og fjöl­skyldna. Sýningar hefjast í kvik­mynda­húsum Senu þann 5.nóvember nk. Birta verður loka­mynd Barna­mynda­kvik­mynda­há­tíðarinnar í Bíó Para­dís í byrjun nóvember. Myndin fer svo inn á Sjón­varp Símans Premium 25.nóvember en verður þó að­gengi­leg í kvik­mynda­húsum á­fram.

Saga og hand­rit myndarinnar er eftir Helgu Arnar­dóttur og var hún fram­leidd af fyrir­tækinu H.M.S. Productions í sam­starfi við Símann, Senu og Kvik­mynda­mið­stöð Ís­lands.

Með aðahlut­verk fara Kristín Erla Péturs­dóttir í hlut­verki Birtu, Salka Sól Ey­feld í hlut­verki móður Birtu og Margrét Júlía Reynis­dóttir í hlut­verki systur Birtu. Auk þess fara stór­leikarar með önnur auka­hlut­verk í myndinni á borð við Margréti Á­ka­dóttur, Harald G. Haralds, hr. Hnetu­smjör Helgu Brögu Jóns­dóttur, Karl Ágúst Úlfs­son, Bjarna Snæ­björns­son, Elmu Lísu Gunnars­dóttir, Álf­rúnu Örn­ólfs­dóttur, Kristin Óla Haralds­son eða Króla, Hannes Óla Ágústs­son, Sigurð Karls­son og fleiri.

Fréttablaðið/Aðsend