„Mikið rétt, hér leynast kynlíftæki á við og dreif. Ég held það séu eitt, tvö, þrjú tæki sem ég er ekki búin að segir ykkur frá,“ sagði Gerður Huld Arinbjarnadóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, í story á Instagram á dögunum, eftir að fólk fór að taka eftir kynlíftækjum á víð og dreif á fasteignaljósmyndum af húsinu hennar.

Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir er ein þeirra. Hún fór yfir myndirnar með fylgjendum sínum á Tiktok, þar sem hún greindi frá þeim kynlíftækjum sem hún tók eftir. Í kjölfarið var haft samband við hana til að benda henni á að tækin væru töluvert fleiri en hún hafði greint frá.

„Blush málið mikla er ekki alveg búið, við þurfum að fara yfir nokkra hluti. Sumir vilja bara fá það á hreint hvað þetta er sem þau sáu ekki,“ segir Birna í framhalds-myndbandi á Tiktok um málið. „Þið hélduð kannski að þið væruð búin að sjá allt. Ég get lofað ykkur að ég ætla að sýna ykkur nýja hluti,“ segir hún.

Að sögn Birnu hafði hún samband við Gerði til að fá það á hreint hvaða tæki hún hafði farið á mis við, og fékk þar af leiðandi fleiri myndir í hendurnar sem sýna hlutina í enn betra ljósi.

Í eldhúsinu má finna múffu, sem Birna Rún hélt að væri ný tegund af Nutri Bullet-blandara. Þá var á eyjunni búið að koma glæsilega fyrir stálkynlíftæki í glerkúpli sem punt.

Mynd/Blush
Mynd/Blush

Á skrifstofunni hjá Gerði var enginn skrifborðsstóll, heldur kynlífstækið Cowgirl. Hvort það sé notað þegar hún situr við skriftir er ekki vitað. Fólk var líklega of hissa að sjá slíkt tæki þarna inni að það tók ekki eftir því að tölvumúsin á borðinu var í raun og veru ekki mús, heldur egg.

Mynd/Blush
Mynd/Blush

Á baðherberginu má finna stærðarinnar hnefa í sturtunni og Uberlube sleipiefni við hliðina á.

Mynd/Blush
Mynd/Blush

Innan um ilmvötnin á baðherberginu hjá Gerði má finna fallegan rósargylltan lítinn titrara sem er eins og varalitur í laginu, og sleipiefni sem lítur út fyrir að vera ilmvatn.

Nóg er um sleipiefni en á öðrum bakka er sleipiefnið Shots.

Mynd/Blush
Mynd/Blush
Mynd/Blush

Í tannburtaglasinu var ekki tannbursti heldur píkutryllir eins og Birna orðaði það.

Mynd/Blush

Á náttborðinu er líkamskremið High on love, sem inniheldur hampolíu.

Mynd/Blush

Í hillunni í stofunni má sjá sett með þremur bláum endaþarmstryllum (e. buttplug). Í annarri vegghillu í stofunni má svo sjá stáltrylli líkt og þennan hér að neðan.

Mynd/Blush
Mynd/Blush

Á stofuborðinu með fallegu útsýni má sjá stærðarinnar endarþarmskúlur úr gleri.

Mynd/Blush
@birnaruneiriks93

sérðu það sem ég sé? 😂

♬ Lo-fi hip hop - NAO-K
@birnaruneiriks93

Takk fyrir viðbrögðin! Þið fáið afslátt í vikunni þegar við höfum nelgt niður komandi samstarf! 🍑Hvaða tæki viltu fá afsláttarkóða á?

♬ In Love With You - BLVKSHP