Leik­konan Birna Rún Ei­ríks­dóttir gerði heldur betur skemmti­lega upp­götvun um hús Gerðar Huldar Arin­bjarnar­dóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, sem hún deildi í TikTok mynd­bandi.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær þá hafa Gerður, sem er eig­andi kyn­líf­stækja­verslunarinnar Blush, og kærasti hennar Jakob Fannar Han­sen sett glæsi­villuna sína við Þrymsali í Kópa­vogi á sölu.

„Ég held að ég sé að gera alveg ó­geðs­lega fyndna upp­götvun. Ef ekki þá er ég bara smá lasin í hausnum,“ segir Birna Rún á TikTok.

„Þannig að mig vantar smá feed­back. Það væri gaman að heyra hvort ég sé að sjá rétt eða hvort ég sé í­myndunar­veik af því þetta er Gerður í Blush.“

Óvenjulegur hlutur hjá hrað­suðu­katlinum

Þá bendir Birna á að á fast­eigna­ljós­myndunum af húsi Gerðar má finna nokkuð ó­venju­legan hlut í eld­húsinu við hliðina á brauð­ristinni og hrað­suðu­katlinum.

„Það sem að ég hélt að væri Nutri­bul­let. Skoðum þetta að­eins betur… Þetta er náttúr­lega ekkert annað en múffa í eld­húsinu!“ segir Birna.

Hluturinn sem Birna hélt að væri blandari er nefni­lega ekkert annað en Alex Neo kyn­lífs­múffa fyrir typpi sem er til sölu hjá Blush.

„Þá fór ég að kveikja að­eins betur á augunum á mér. Sjáum hvað ég sá meira,“ segir Birna en við nánari skoðun fann hún fjöl­mörg önnur kyn­líf­stæki frá Blush falin í fast­eigna­myndunum af húsi Gerðar og Jakobs.

Má þar sem dæmi nefna titrara, butt­plug og for­láta „CowGirl ríðingar­vél“ sem var búið að koma fyrir við hliðina á tölvu­skrif­borði heima hjá Gerði.

Ljóst er að Gerður er með ein­stak­lega lúmskan húmor en það verður þó að koma í ljós hvort þessi gjörningur hennar mun hafa já­kvæð á­hrif á fast­eigna­mat hússins.

Glöggir lesendur gætu séð að hluturinn við hliðina á hraðsuðukatlinum er ekki blandari.
Mynd/Pálsson
Kynlífsmúffan góða er að sjálfssögðu til sölu í Blush.
Skjáskot/Blush.is
@birnaruneiriks93

sérðu það sem ég sé? 😂

♬ Lo-fi hip hop - NAO-K