Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir gerði heldur betur skemmtilega uppgötvun um hús Gerðar Huldar Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, sem hún deildi í TikTok myndbandi.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hafa Gerður, sem er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærasti hennar Jakob Fannar Hansen sett glæsivilluna sína við Þrymsali í Kópavogi á sölu.
„Ég held að ég sé að gera alveg ógeðslega fyndna uppgötvun. Ef ekki þá er ég bara smá lasin í hausnum,“ segir Birna Rún á TikTok.
„Þannig að mig vantar smá feedback. Það væri gaman að heyra hvort ég sé að sjá rétt eða hvort ég sé ímyndunarveik af því þetta er Gerður í Blush.“
Óvenjulegur hlutur hjá hraðsuðukatlinum
Þá bendir Birna á að á fasteignaljósmyndunum af húsi Gerðar má finna nokkuð óvenjulegan hlut í eldhúsinu við hliðina á brauðristinni og hraðsuðukatlinum.
„Það sem að ég hélt að væri Nutribullet. Skoðum þetta aðeins betur… Þetta er náttúrlega ekkert annað en múffa í eldhúsinu!“ segir Birna.
Hluturinn sem Birna hélt að væri blandari er nefnilega ekkert annað en Alex Neo kynlífsmúffa fyrir typpi sem er til sölu hjá Blush.
„Þá fór ég að kveikja aðeins betur á augunum á mér. Sjáum hvað ég sá meira,“ segir Birna en við nánari skoðun fann hún fjölmörg önnur kynlífstæki frá Blush falin í fasteignamyndunum af húsi Gerðar og Jakobs.
Má þar sem dæmi nefna titrara, buttplug og forláta „CowGirl ríðingarvél“ sem var búið að koma fyrir við hliðina á tölvuskrifborði heima hjá Gerði.
Ljóst er að Gerður er með einstaklega lúmskan húmor en það verður þó að koma í ljós hvort þessi gjörningur hennar mun hafa jákvæð áhrif á fasteignamat hússins.


@birnaruneiriks93 sérðu það sem ég sé? 😂
♬ Lo-fi hip hop - NAO-K