Birkir Blær Óðins­son komst á­fram í tveggja manna úr­slit sænsku Idol söngva­keppninnar á TV4. Hann tekur því þátt í seinustu um­ferðinni sem verður næst­komandi föstu­dag, 10. desember.

Frétta­blaðið ræddi við Birki í síðustu viku þar sem hann var við stífar æfingar fyrir fjögurra manna úr­slitin. Hann sagði á­lagið vera mikið en ferlið mjög skemmti­legt samt sem áður.

Verð­launin í keppninni eru samningur við út­gáfu­fyrir­tækið Uni­ver­sal upp á tíu lög, auk peninga­verð­launa.

Næsta föstu­dag keppir Birkir við Jacqline Moss­berg Moun­kassa. Einnig var dregið um sýningar­röð og mun Birkir opna kvöldið.

Í fyrri um­ferð keppninnar í gær­kvöldi söng Birkir lagið „Sign of the times“ eftir Harry Sty­les. Sam­kvæmt sænska miðlinum Aften­bladet gleymdi Birkir söng­textanum í byrjun rokk­lagsins „Are you going to be my girl“ í seinni um­ferðinni en náði sér svo aftur á strik og landaði sæti í úr­slitum.