Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og markaðsstjóri líkamsræktarstöðvarinnar World Class, segir frá slúðursögu í hlaðvarpsþættinum Normið sem hún heyrði nýlega um sjálfa sig.

„Það nýjasta sem ég heyrði var þegar ég fékk skilaboð frá vinkonu minni þegar ég var að labba með hundana á sunnudagsmorgni hvort ég væri á spítala,“ segir Birgitta Líf og segir ástæðuna hafa verið þá að hún átti að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni kvöldið áður.

„Ég hef ekki einu sinni vape-að og það gengur á skjön við allt sem ég stend fyrir. Þetta er ekki slúður sem manni er sama um, en samt vita allir sem eru í kringum mig að ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt,“ segir hún og bætir við að slíkar ásakanir séu afar alvarlegar og veltir því fyrir sér hvers vegna fólk býr til sögur sem þessar.

„Mér finnst ég ekki einu sinni þurfa að svara þessu,“ segir Birgitta.

Einlægt spjall Birgittu Lífar við vinkonurnar, Sylvíu Briem Friðjónsdóttur og Evu Mattadóttur má heyra í heild sinni hér.