Hin ástsæla söngkona Birgitta Haukdal, birti mynd af sér á Instagram í dag með orðunum. „Þegar þú bíður eftir fótboltapjakk og lítur í spegilinn = sönn saga,“ skrifar hún um dularfullan hárlokk sem minnir umsvifalaust á hið eftirminnilega atriði úr kvikmyndinni, Something about Mary, sem hin fræga Hollywood leikkona Cameron Diaz lék á móti Ben Stiller.

Í umræddu atriði sat Diaz á stefnumóti á veitingastað með toppinn beinstífan upp í loft henni óaðvitandi, eftir að hún fékk ákveðinn vessa í hárið fyrr um kvöldið.

Harstíll kvennanna er því keimlíkur, þó svo ástæða greiðslunnar sé líklega ekki sú sama.

Mynd/Instagram
Mynd/IMDB