Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar, Enok Jónsson, borguðu tvær og hálfa milljónir íslenska króna fyrir þriggja vikna afmælisferð Birgittu til Balí á dögunum.

Birgitta deildi öllum helstu ferða upplýsingum með fylgjendum sínum þar sem hún nefndi að flugið og gistingin hafi kostað mest eða um tvær milljónir.

„Við vorum á fimm stjörnu hótelum allan tímann og flugum 13 tíma flugið í premium sætum. Vorum búin að safna í allt sumar og haust og vildum gera vel við okkur í þessu afmælisfríi,“ segir Birgitta í svari til fylgjanda í story á Instagram.

Þá segir hún þau hafa eytt hálfri milljón í mat, afþreyingu, bílstjóra, ferðir og nudd.

„Ferðin var algjör upplifun og draumafrí sem var svo þess virði,“ segir Birgitta.

Greint var frá því þegar Birgitta hélt heljarinnar afmælisveislu á Bankastræti Club fyrir skemmstu þar sem öllu var tjaldað til í bleiku þema.