Þáttur vikunnar af Bíó­­varpinu, hlað­­varps­þætti Frétta­blaðsins um kvik­­myndir og sjón­­varp er kominn á netið og má hlusta á hann hér að neðan og í hlað­­varpi Frétta­blaðsins.

Líkt og venju­lega ræða þeir Oddur Ævar Gunnars­­son og Arnar Tómas Val­­geirs­­son, blaða­­menn Frétta­blaðsins, um nýjustu fréttir úr heimi kvik­­mynda og sjón­­varps.

Að þessu sinni eru Euro­vision mynda­tökur á Húsa­vík ræddar, kvik­myndin Jókerinn og mögu­leg Fri­ends endur­mót. Þá eru um­mæli leik­stjórans Martin Scor­sese um Mar­vel myndirnar ræddar og ó­hætt að segja að Arnar liggi ekki á skoðunum sínum þegar þar kemur við sögu.

Þá er víst væntan­leg fjórða Mat­rix myndin, ný sería af Rick and Mor­ty og The Crown og svo drullar Arnar líka yfir Apa­plánetuna með nokkuð skil­virkum hætti í fjörugum þætti, sem enginn kvik­mynda­unnandi ætti að láta fram­hjá sér fara.