Samfélagsmiðlastjarnan Brynjólfur Löve Mogensen er búinn að finna ástina. Kærastan heitir Rebekka Daðadóttir.

Frá þessu greindi Binni Löve með rómantískri mynd af þeim á Instagram í gær. Undir myndina skrifar Binni, „a new bombshell enters the villa.“

Parið er statt á Feneyjum, á Ítalíu, þar sem þau virðast njóta stundanna í faðmi hvors annars.

Í ummælum við myndina er Binni spurður út í það hvort að sambandið sé í raun staðfest, þar sem hann er ekki búinn að fá sér húðflúr með nafninu hennar Rebekku. Binni svarar og segist vera að vinna í því að finna stofu. Ástæða spurningarinnar er sú að hann lét húðflúra nafn Eddu Falak, fyrrverandi kærustu sinnar á sig.