Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, eða Binni Glee, eins og hann er gjarnan kallaður, hitti átrúnaðargoðið sitt í kvöld, hana Trixie Mattel.

„Öskrandi,“ skrifar Binni Glee í story á Instagram og birti myndband af hittingnum.

Um er að ræða eina vinsælustu dragdrottningu heims sem sló fyrst í gegn í RuPaul's Drag Race áður en hún byrjaði svo sína eigin þætti með annarri dragdrottningu, Katya Zamolodchikova, sem heita UNHhhh, The Trixie & Katya Show og I Like to Watch sem má finna á Netflix.

Brian Michael Firkus er maðurinn á bak við drottninguna en hann er einnig tónlistarmaður og semur sveitasöngva- og þjóðlagatónlist í gervi Trixie Mattel. Trixie kemur fram í Hörpu í kvöld í sýningunni Grown up en VIP-miðahafar gátu hitt stjörnuna sjálfa áður en sýningin hófst.