Listafólk á vegum umboðsskrifstofunnar Móðurskipsins fylkir liði á bingókvöldi til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Viðburðurinn fer fram úi Nýló-salnum á Kex hostel í kvöld, þann 8. desember.

Margir af ástsælustu skemmtikröftum landsins stíga á svið milli úrdráttar í bingóinu, sem ber yfirskriftina Jólabingó og jólasyngjó með Jóhanni Alfreð og Valda Píanó.

Þar á meðal eru Bergur Ebbi, Snjólaug Lúðvíks, Villi Netó, Andri Ívars og Ebba Sig. Að bingóinu loknu tekur við lifandi kareoke-kvöld með jólaívafi, þar sem hljómsveitin Jólafínir leikur eftirlætis jólapopp íslensku þjóðarinnar og viðstaddir geta boðið í lagið.

Allur ágóði af viðburðinum, bæði bingóinu og uppboðinu með Jólafínum rennur til Mæðrastyrksnefndar.

Aðgangseyrir er 3.900 kr til að tryggja sæti við borð og fylgir eitt bingóspjöld með. Hægt verður að kaupa auka bingóspjöld á 1.000 kr á staðnum.

Vinningar í Bingóinu eru svohljóðandi:

100.000 kr gjafabréf frá Icelandair
25.000 kr gjafabréf frá Landsbankanum
Námskeið frá Akademias
Gjafapokar frá Mjólkursamsölunni
Rútur af jólabjór frá Ölgerðinni
Airfryer og JBL hátalarar frá Elko
Heyrnatól frá Nova
Pakkar frá Garra, Nocco, Feel Iceland og IceHerbs
Gjafabréf í mat og drykk frá Kex Hostel
Gjafabréf frá veitingastaðnum Kastrup
Gjafabréf frá Borgarleikhúsinu
Konfekt frá Nóa Síríus

Þeir sem ekki komast á bingóið geta lagt málefninu lið ávef Mæðrastyrksnefndar.