Helgarblaðið

Bílrúðan brotnaði í andlitið á mér

Haukur Freyr Jónsson hefur búið í fjórum löndum og lenti í mesta háskanum á Íslandi.

Kannski á Haukur Freyr eftir að ferðast um heiminn sem gítarleikari. Fréttablaðið/Sigtryggur.

Haukur Freyr er 11 ára og gengur í Hofsstaðaskóla í Garðabæ og uppáhaldsnámsgreinin kallast smiðjur.

Hvað er það? Smiðjur eru textíll, myndmennt, smíði, heimilisfræði, tónmennt, tölvufærni og sund, lýsir hann. Það er skipst á að læra þessi fög og mér finnst þau öll skemmtileg.

Hefur þú alltaf átt heima á Íslandi? Nei, þegar ég var eins árs flutti ég til Danmerkur. Ég var fjögurra ára þegar ég flutti til Sviss og svo var ég sex ára þegar ég flutti til Singapúr. Þar var ég í þýskum skóla sem heitir German European School Singapore og átti vini frá mörgum löndum, til dæmis Taílandi, Singapúr, Þýskalandi, Japan og Suður-Kóreu. Svo flutti ég aftur til Íslands þegar ég var átta ára.

Hvað er eftirminnilegast af því sem þú upplifðir í þessum löndum? Örugglega á seinasta eða fyrsta skóladeginum í Singapúr eða þegar að við fórum til Japans. Þar fórum við til Tókýó, Kýótó, Hiroshima (þar sem kjarnorkusprengja sprakk) og við fórum líka til einhverrar eyju.

Hefur þú einhvern tíma orðið hræddur? Ég varð mjög hræddur þegar við vorum í Hvalnesskriðum á Suðausturlandi. Þar vorum við með frænkum okkar og ég var í bílnum þeirra þegar það kom mikill sandstormur og bílrúðan brotnaði í andlitið á mér.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég æfi frjálsar en mér finnst skemmtilegra í körfubolta. Svo æfi ég núna líka á gítar og hef æft á hann í rúm tvö ár.

Áttu eitthvert uppáhaldslag? Ef ég þyrfti að velja þá væri það örugglega I want to break free með Queen. Eða kannski Africa með Toto.

Hvert er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? Brooklyn Nine-Nine. Það eru fimm þáttaraðir og ég hef horft á þær mörgum sinnum.

En tölvuleikurinn? Það er Fort­nite sem er sítengdur byssuleikur eða Spider-Man-leikurinn þar sem maður er Spider-Man og tekur niður vonda gaura eins og Dr. Octavius.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Leið eins og elti­hrelli

Helgarblaðið

Upplifa enn mikla skömm

Helgarblaðið

Skipbrotið var falin blessun

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Freistandi konudagsréttir

Kvika er hryllingssaga um ástina

Auglýsing