Bryn­hildur Lára Hrafns­dóttir, eða Lára eins og hún er oftast kölluð, óskaði á dögunum eftir 500 krónum sem fólk var „hætt að nota“ svo fjöl­skyldan gæti keypt sér­út­búinn bíl fyrir hjóla­stól og stóðu við­brögðin ekki á sér en um helgina kom í ljós að nógu margir 500 kallar hafi safnast fyrir bílnum.

„Þetta er bara sönn sæla þegar svona stóru fargi er af manni létt. Við erum orð­laus af þakk­læti,“ segja for­eldrar Láru, Margrét Grjetars­dóttir og Hrafn Óttars­son, en líkt og Frétta­blaðið greindi frá um helgina er Lára með ó­læknandi gena­sjúk­dóm og hefur þurft að nota hjóla­stól síðast­liðið ár.

Margrét greinir frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að með upp­hæðina sem hefur safnast geti þau einnig sett mynda­vél í bílinn til að fylgjast með Láru. „Hún getur þá gert vart við sig ef eitt­hvað er að, ef hún getur ekki gert það með tali,“ segir Margrét en fjöl­skyldan sækir bílinn lík­legast á föstu­daginn.

„Nú þegar talað er um að þurfa að fara eitt­hvað þá heyrist í minni “ ég fer með,” skæl­brosandi. Það er breyting frá því sem var orðið, hún hrein­lega vildi alls ekki fara neitt. Langaði en bara gat ekki,“ segir Margrét og bætir við að bílinn komi til með að létta undir bar­áttu Láru.

26 þúsund 500 krónur til viðbótar til stefnu

Lára hefur þurft að glíma við mikla erfið­leika á sinni stuttu ævi en hún hefur þurft að undir­gangast tugi svæfinga og stórar að­gerðir vegna sjúk­dómsins. Hún fæddist heil­brigð árið 2009 en var síðar greind með sjúk­dóminn tauga­trefja­æxla­ger, tegund 1 (NF1), og er nú á sinni fjórðu krabba­meins­með­ferð sem ætlað er að hefta fram­göngu sjúk­dómsins.

Fjöl­skyldan flutti til Sví­þjóðar árið 2015 þar sem ekkert meira var hægt að gera fyrir Láru hér á Ís­landi en að sögn Margrétar er það þrautinni þyngra að finna hús­næði þar sem hentar Láru og er því næsta skref í söfnuninni að safna fyrir út­borgun í hús­næði.

„Okkur er það ljóst miðað við fram­vindu sjúk­dómsins að það er næsta brýna skrefið sem við verðum að taka. Það sem er ekkert mál fyrir okkur er stór mál fyrir Láru,“ segir Margrét en Lára er full­viss um að henni muni takast að safna fyrir fyrstu út­borgun, þrátt fyrir að það séu 26 þúsund 500 krónur sem vantar upp á.

Lára er fullviss um að hún nái að safna fyrir útborgun í húsnæði.
Mynd/Aðsend

Dreymir um að þetta takist

Það er því ljóst að Lára lætur ekki deigan síga og vonar hún að eftir ekki mörg ár geti hún flutt í sitt eigið hús og málað her­bergið sitt „Bryn­hildar-blátt og silfur­litað,“ eins og Margrét orðar það. „Allir þeir sem hafa látið sér málið varða og hjálpað henni, því­líkar mann­eskjur. Allt þetta góða fólk, vinir og vanda­menn,“ segir Margrét.

„Hún er ferlega hrærð yfir þessu öllu og fylgist mjög vel með. Nú dreymir hana um að þetta takist og þá líður henni eins og henni sé bjargað. Þetta skinn. Lára á það svo virkilega skilið fyrir allt sem hún leggur á sig og alla þá baráttu sem hún hefur háð.“

Hægt er að leggja Láru lið í gegnum söfnunarreikning hennar:

Reikningsnúmer: 322-13-110710

Kennitala: 100109-3950