Tón­listar­konan Billi­e Eilish prýðir for­síðu tísku­tíma­ritsins Vogu­e og hefur nýtt út­lit hennar vakið heims­at­hygli. Hin ní­tján ára gamla Eilish hefur hingað til verið þekkt fyrir að klæðast víðum sniðum og skarta grænu hár en í mynda­tökunni fetar hún áður ó­troðnar slóðir.

Eilish minnir helst á Hollywood stór­stjörnu á for­síðunni þar sem ljósir lokkar, líf­stykki og upp­háir hanskar fá að njóta sín. Klæðnaðurinn er meðal annars sér­hannaður af Bur­berry, Gucci og Al­ex­and­er McQu­een.

Gerðu það sem þú vilt

Hug­myndin af mynda­tökunni kom frá tón­listar­konunni sjálfri. „Að sýna líkamann sinn og að sýna húðina sína, eða ekki, ætti ekki að hafa á­hrif á þá virðingu sem borin er fyrir manni,“ sagði Eilish í við­talinu.

„Þetta snýst allt um hvað lætur manni líða vel. Ef þig langar að fara í að­gerð, farðu í að­gerð, ef þú vilt klæðast kjól sem ein­hverjum finnst ekki passa á þig, f*** it. Ef þér líður vel þá líturðu vel út.“

Söng­konan í­trekaði þessa skoðun sína á Insta­gram í dag. „Ég elska þessar myndir og ég elskaði þessa mynda­töku. Gerðu það sem þú vilt þegar þú vilt það.“

,,Gerðu það sem þú vilt þegar þú vilt það.“
Mynd/Instagram

Of­beldi finnst alls staðar

Í við­talinu ræddi Eilish einnig um nýja lag sitt Your Power sem fjallar um of­beldis­sam­band á milli tánings og eldri mann­eskju. Hún sagði alla jafn­aldra sína hafa upp­lifað ó­við­eig­andi kyn­ferðis­lega hegðun á lífs­leiðinni.

„Lagið fjallar ekki bara um eina mann­eskju. Fólk gæti haldið „þetta er vegna þess að hún er í tón­listar­bransanum“ nei gaur, þetta er alls staðar,“ út­skýrði Eilish. „Ég þekki ekki eina stelpu eða konu sem hefur ekki átt skrítna eða slæma lífs­reynslu. Og karlar líka, ungir strákar lenda stöðugt í því að brotið sé á þeim.“

Hefur verið mis­notuð

Engin geti forðað sér frá því að annað fólk mis­noti stöðu sína. „Það skiptir ekki máli hver þú ert, hvað lífið þitt er, staðan þín er, hverja þú um­gengst eða hversu klár þú ert. Það er alltaf hægt að brjóta á þér.“

Það sé stórt vanda­mál núna að stúlkur fullar af sjálfs­trausti og styrk lendi í að­stæðum þar sem þær upp­götva að þær séu fórnar­lömb. „Það er svo vand­ræða­legt, niður­lægjandi og mann­skemmandi að vera í þeirri stöðu að halda að þú vitir svo mikið og upp­götva síðan, það er verið að mis­nota mig núna.“

Nýja lag Eilish fjallar um ofbeldissamband.
Mynd/Instagram