Bandaríska söngkonan Billie Eilish mun syngja titillagið í næstu James Bond myndinni, No Time to Die. Um er að ræða síðustu mynd leikarans Daniels Craig í titilhlutverkinu.

Billie Eilish er nýorðin 18 ára og verður því yngsti tónlistarmaðurinn til að flytja titillag James Bond.

„Það er klikkað að fá að taka þátt í þessu,“ segir Billie í yfirlýsingu sem hún sendi á breska fjölmiðla. Hún segir það mikinn heiður að fá að útsetja tónlist fyrir kvikmynd sem er hluti af goðsagnakenndri og einni langlífustu kvikmyndaröð samtímans.

„James Bond er svalasta kvikmyndaröð allra tíma. Ég er enn í áfalli,“ sagði Billie.