Bandaríska söngkonan Billie Eilish hefur heldur betur slegið í gegn síðustu ár. Hún hefur verið þekkt fyrir persónluegan stíl sín og svarta og græna hárið.

Söngkonan unga hefur nú sagt skilið við græna hárið og litað það ljóst. Hún póstaði mynd af nýja útlitinu á Instagram í gær og fer nýi liturinn henni einstaklega vel en um mikla breytingu er að ræða eins og sést á myndbandinu hér að neðan.

Eilish sem er aðeins 19 ára gömul hlaut á dögunum Grammy-verðlaunin eftirsóttu fyrir bestu plötu ársins sem ber heitið Everything I wanted. Sigurræða hennar vakti mikla athygli. Að mati hennar átti tónlistarkonan Megan Thee Stallion að hljóta verðlaunin.

Eilish sópaði einnig að sér verðlaunum á Grammy-hátíðinni í fyrra þar sem hún hlut fimm verðlaun, fyrir plötu ársins, lag ársins, smáskífu ársins, nýliða ársins og fyrir bestu sungnu poppplötuna.