Billie Eilish var sú fyrsta til að viðurkenna að hún hafi ekki farið eftir konunglegum siðareglum þegar hún hitti Vilhjálm prins og Katrínu Middleton á frumsýningu nýju Bond kvikmyndinnar No Time to Die í London í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á vef page six.

Söngkonan kom fram í þættinum Jimmy Kimmel Live á miðvikudag og sagði frá því þegar hún fékk lista af siðareglum sem hún þyrfti að fara eftir þegar hún myndi hitta konungsfjölskylduna.

Hún sagði þá að hjónin af Cambridge voru hin rólegustu yfir formlegheitunum að hún gleymdi sér alveg.

Billie Eilish spjallaði við Karl Bretaprins.
Mynd/Skjáskot

„Ég reyndi að fylgja reglunum. Ég var búin að plana það.“ sagði hún við Kimmel. „Þau voru bara svo eðlileg og létu mér ekki líða eins og ég gæti ekki talað við þau.“

Poppstjarnan sem er sú yngsta til að vinna Grammy verðlaun klæddist fögrum svörtum glitrandi kjól þegar hún gekk inn dregilinn ásamt bróður sínum, Finneas O‘Connol með lag kvikmyndarinnar í undirspil.

Katie Middleton klæddist afar fallegum gylltum kjól en Vilhjálmur og Karl héldu sig við klassíkina og klæddust svörtum jakkafötum.

Eilish sagðist himinlifandi af hafa hitt konungsfjölskylduna.
Mynd/Skjáskot