Millj­arð­a­mær­ing­ur­inn Bill Gat­es, stofn­and­i Micr­os­oft, og eig­in­kon­a hans Mel­ind­a hafa til­kynnt um skiln­að sinn eft­ir 27 ára hjón­a­band. Frá þess­u greind­u þau í yf­ir­lýs­ing­u.

Bill og Mel­ind­a kynnt­ust á ráð­stefn­u árið 1987 og gift­u sig 1. jan­ú­ar 1994 í Haw­a­i­i. Hún starf­að­i við mark­aðs­mál hjá Micr­os­oft til 1996 er hún lét af störf­um til að ein­beit­a sér að fjöl­skyld­unn­i. Þau hjón­in eru met­in á meir­a en 124 millj­arð­a doll­ar­a.

Þau eiga sam­an þrjú börn, Jenn­i­fer, Rory og Pho­eb­e og búa í gríð­ar­stór­u húsi við Was­hingt­on-vatn í Was­hingt­on-ríki. Þau hafa und­an­far­in ár ein­beitt sér að góð­gerð­a­starf­i og gef­ið millj­arð­a doll­ar­a til hjálp­ar­starfs um heim all­an í gegn­um Gat­es Fo­und­a­ti­on sem þau komu á fót árið 2000. Þau gáfu 250 millj­ón­ir doll­ar­a til bar­átt­unn­ar gegn COVID-19 í lok síð­ast­a árs.

„Á síð­ust­u 27 árum höf­um við alið upp þrjú ynd­is­leg börn og byggt upp góð­gerð­ar­sjóð sem starfar um heim all­an og hjálp­ar fólk­i að lifa heil­brigð­u og mik­il­virk­u lífi. Við deil­um á­fram þeirr­i trú og mun­um hald­a á­fram að vinn­a sam­an hjá sjóðn­um en telj­um að við get­um ekki leng­ur vax­ið sam­an sem hjón í næst­a hlut­a lífs okk­ar,“ segir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.