Lífið

Bill Murray söng og grínaðist á Jamie's í gær

Starfsfólk og gestir á veitingastaðnum Jamie's Italian fengu óvænta kvöldskemmtun.

Leikarinn Bill Murray grínaðist í starfsfólki Jamies Italian í gær en hann er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar og kemur fram í Hörpu í dag og á morgun. Fréttablaðið/Instagram

Kvikmyndaleikarinn Bill Murray sem er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar kom gestum og starfsfólki á veitingastaðnum Jamie's Italian rækilega á óvart í gærkvöldi. 

Leikarinn lék á alls oddi, fór með gamanmál og brast meðal annars í söng. Uppákoman mæltist vel fyrir en hún var algjörlega óundirbúin.

Bill Murray kemur fram á vegum Listahátíðar í Hörpu í kvöld og á morgun, en kvöldsýning hans New Worlds er sambland af tónleikum, uppistandi og heimspekilegum hugrenningum leikarans.

Þessi nýjasti Íslandsvinur á nafnbótina fyllilega skilið hann gerði sér lítið fyrir og bauð öllu starfsfólki Jamie's Italian á sýninguna í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fjöl­margir flýja Ís­lenskar sam­særis­kenningar

Lífið

James Cor­d­en og Ariana Grande flytja óð til Titanic

Menning

Veröldin getur alltaf á sig blómum bætt

Auglýsing

Nýjast

Fjórgift þremur mönnum, þarf ekki einn til viðbótar

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Samdi lítið lag á kassagítar til dóttur sinnar

Sund­­­ið nær­­­ir lík­­­am­­­a og sál

Costco-vínar­brauðið myglaði eftir þrjá mánuði

„Erfitt að leggja af þegar ég er edrú“

Auglýsing