Lífið

Bill Murray söng og grínaðist á Jamie's í gær

Starfsfólk og gestir á veitingastaðnum Jamie's Italian fengu óvænta kvöldskemmtun.

Leikarinn Bill Murray grínaðist í starfsfólki Jamies Italian í gær en hann er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar og kemur fram í Hörpu í dag og á morgun. Fréttablaðið/Instagram

Kvikmyndaleikarinn Bill Murray sem er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar kom gestum og starfsfólki á veitingastaðnum Jamie's Italian rækilega á óvart í gærkvöldi. 

Leikarinn lék á alls oddi, fór með gamanmál og brast meðal annars í söng. Uppákoman mæltist vel fyrir en hún var algjörlega óundirbúin.

Bill Murray kemur fram á vegum Listahátíðar í Hörpu í kvöld og á morgun, en kvöldsýning hans New Worlds er sambland af tónleikum, uppistandi og heimspekilegum hugrenningum leikarans.

Þessi nýjasti Íslandsvinur á nafnbótina fyllilega skilið hann gerði sér lítið fyrir og bauð öllu starfsfólki Jamie's Italian á sýninguna í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Lífið

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Auglýsing

Nýjast

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Auglýsing