Lífið

Bill Murray söng og grínaðist á Jamie's í gær

Starfsfólk og gestir á veitingastaðnum Jamie's Italian fengu óvænta kvöldskemmtun.

Leikarinn Bill Murray grínaðist í starfsfólki Jamies Italian í gær en hann er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar og kemur fram í Hörpu í dag og á morgun. Fréttablaðið/Instagram

Kvikmyndaleikarinn Bill Murray sem er staddur á Íslandi á vegum Listahátíðar kom gestum og starfsfólki á veitingastaðnum Jamie's Italian rækilega á óvart í gærkvöldi. 

Leikarinn lék á alls oddi, fór með gamanmál og brast meðal annars í söng. Uppákoman mæltist vel fyrir en hún var algjörlega óundirbúin.

Bill Murray kemur fram á vegum Listahátíðar í Hörpu í kvöld og á morgun, en kvöldsýning hans New Worlds er sambland af tónleikum, uppistandi og heimspekilegum hugrenningum leikarans.

Þessi nýjasti Íslandsvinur á nafnbótina fyllilega skilið hann gerði sér lítið fyrir og bauð öllu starfsfólki Jamie's Italian á sýninguna í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

​​Mikið fé safnaðist fyrir læðuna Lísu

Lífið

115 þús­und krón­a „skap­a­­tref­ill“ vek­ur lukk­u netverja

Lífið

Idol-stjarna hand­tekin fyrir dreifingu heróíns

Auglýsing

Nýjast

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Geir glæsilegur í galaveislu í Washington

Skálmeldingar hlustuðu á Sorgir

Stefnum í öfuga átt í geðheilbrigðismálum

Faðirinn gleðst yfir heilmynd af Amy Winehouse

Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu

Auglýsing