Leikarinn Bill Murray kemur til með að snúa aftur sem Peter Venk­man í nýjustu Ghost­bu­ster myndinni sem frum­sýnd verður á næsta ári en með­leikari Murra­ys í Ghost­bu­sters, Dan A­kroyd sem fer með hlut­verk Raymond Stantz, til­kynnti þetta fyrir helgi.

Í frétt á vef Peop­le tíma­ritsins kemur fram að auk Murray og A­kroyd muni Erni­e Hudson snúa aftur sem Win­ston Zedd­emor­e og verða því allir eftir­lifandi drauga­banarnir hluti af myndinni en Harold Ramis, sem fór með hlut­verk Egon Spen­gler, lést árið 2014.

Þá munu einnig Sigour­n­ey Wea­ver og Anni­e Pots endur­taka hlut­verk sín sem Dana Bar­rett og Jani­ne Melnitz en auk þeirra munu leikararnir Paul Rudd, Finn Wolf­hard og Mc­kenna Grace fara með hlut­verk í myndinni.

Myndin, sem ber nafnið Ghost­bu­sters komi til með að vera fram­hald af fyrstu tveimur myndunum sem gefnar voru út árið 1984 og 1989. Jason Reit­man sér um leik­stjórn á myndinni en hann er sonur Ivan Reit­man sem leik­stýrði fyrri myndunum.

Margir eru ósáttir að litið sé framhjá Ghostbusters myndinni sem kom út árið 2016 þar sem konur fóru með hlutverk draugabanana.
Fréttablaðið/Getty

Jason Reit­man varð þó fyrir tölu­verðri gagn­rýni eftir að hann til­kynnti um fram­halds­myndina en hann sagði að hann væri með fram­halds­myndinni að „af­henda á­horf­endum myndina á ný,“ þrátt fyrir að kvik­myndin hafði verið endur­gerð þremur árum áður þar sem Lesli­e Jones, Kristen Wiig, Melissa Mc­Cart­hy og Kate McKin­non fóru með hlut­verk drauga­banana.