Leikarinn Bill Murray kemur til með að snúa aftur sem Peter Venkman í nýjustu Ghostbuster myndinni sem frumsýnd verður á næsta ári en meðleikari Murrays í Ghostbusters, Dan Akroyd sem fer með hlutverk Raymond Stantz, tilkynnti þetta fyrir helgi.
Í frétt á vef People tímaritsins kemur fram að auk Murray og Akroyd muni Ernie Hudson snúa aftur sem Winston Zeddemore og verða því allir eftirlifandi draugabanarnir hluti af myndinni en Harold Ramis, sem fór með hlutverk Egon Spengler, lést árið 2014.
Dan Aykroyd Says Bill Murray Will Reprise His Original Role in Ghostbusters 2020 https://t.co/7lgR3xm4rQ
— People (@people) November 9, 2019
Þá munu einnig Sigourney Weaver og Annie Pots endurtaka hlutverk sín sem Dana Barrett og Janine Melnitz en auk þeirra munu leikararnir Paul Rudd, Finn Wolfhard og Mckenna Grace fara með hlutverk í myndinni.
Myndin, sem ber nafnið Ghostbusters komi til með að vera framhald af fyrstu tveimur myndunum sem gefnar voru út árið 1984 og 1989. Jason Reitman sér um leikstjórn á myndinni en hann er sonur Ivan Reitman sem leikstýrði fyrri myndunum.

Jason Reitman varð þó fyrir töluverðri gagnrýni eftir að hann tilkynnti um framhaldsmyndina en hann sagði að hann væri með framhaldsmyndinni að „afhenda áhorfendum myndina á ný,“ þrátt fyrir að kvikmyndin hafði verið endurgerð þremur árum áður þar sem Leslie Jones, Kristen Wiig, Melissa McCarthy og Kate McKinnon fóru með hlutverk draugabanana.
This quote really makes it sound like the "real" fans are the sexist, racist assholes that attacked Leslie Jones and made the entire launch of the last Ghostbusters a nightmare for the women involved and for fans who looked forward to their work. https://t.co/znmVCT7UU8
— Soraya Chemaly (@schemaly) February 20, 2019
Wo, that came out wrong! I have nothing but admiration for Paul and Leslie and Kate and Melissa and Kristen and the bravery with which they made Ghostbusters 2016. They expanded the universe and made an amazing movie!
— Jason Reitman (@JasonReitman) February 21, 2019