Leikkonan og leikstjórinn Unnur Ösp Stefansdóttir lenti í því miður skemmtilega atviki í gær að bíl hennar var stolið er honum var lagt fyrir utan Þjóðleikhúsið í miðborg Reykjavíkur, milli klukkan eitt og fjögur síðdegis í gær.

„Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ skrifar Unnur á Facebook . Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Rav með númeraplötuna TTT48.