Lög­reglu­maðurinn Birg­ir Örn Guð­jóns­son, betur þekktur sem Biggi lögga, er skilinn á borði og sæng. Hann hefur þó ekki gefist upp á ástinni og leitar nú að hinni einu réttu á stefnu­móta­for­ritinu Tinder.

Biggi Lögga hefur síðustu ár vakið mikla at­hygli í sam­fé­laginu og situr ekki á skoðunum sínum. Hann leggur kapp á að fella grímu lög­reglunnar og sýna mann­legu hliðar starfsins.

Þá hefur lög­reglu­maðurinn í­trekað verið orðaður við for­seta­em­bættið, nú síðast um ára­mótin þegar Völvan spáði því að hann færi í fram­boð gegn Guðna Th. Jóhannes­syni. Ekkert virðist þó hafa orðið úr því.