Lífið

Bieber trúlofaður

Stórstjarnan Justin Bieber hefur beðið kærustu sína, Hailey Baldwin, um að giftast sér.

Parið er nýkomið til Bahamaeyjanna, en þau sáust á vappinu í New York fyrir tveimur dögum. Nordic Photos/ Getty

Kanadíski hjartaknúsarinn Justin Bieber trúlofaðist unnustu sinni, bandarísku fyrirsætunni Hailey Baldwin, um helgina. Hann bað hennar á veitingastað á Bahamaeyjum í Karíbahafinu.

Bieber og Baldwin njóta um þessar mundir samveru hvors annars á Bahamaeyjum, og hafa bæði deilt færslum þess efnis á samfélagsmiðlum. Foreldar Biebers, Jeremy Bieber og Pattie Mallette, hafa bæði fagnað trúlofuninni á samfélagsmiðlum sínum.

Þau Justin og Hailey tóku upp þráðinn á fyrra sambandi sínu eftir að Bieber og kærasta hans til margra ára, Selena Gomez, hættu saman.

Hailey Baldwin er eins og segir fyrirsæta og hefur setið fyrir í American Vogue, Marie Claire og Harper's Bazaar, ásamt því að koma fram í fjölda tónlistarmyndbanda og sjónvarpsþátta. Hún er að auki dóttir leikarans Stephen Baldwin, sem gerir stórleikarann Alec Baldwin að föðurbróður hennar.

TMZ greinir frá því að öryggisverðir Bieber hafi beðið gesti á veitingastað á Bahamaeyjum að ganga frá símunum sínum áður en hann lét vaða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ástfanginn Bieber

Fólk

Sixpakk eins og strákarnir í sjónvarpinu

Lífið

Net­flix birtir mynd af „nýju“ drottningunni

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Bruce Willis: „Die Hard er ekki jólamynd“

Lífið

Punktur á korti kveikti áhugann á Færeyjum

Fólk

„Held að mig hafi alla ævi langað að vera fyndinn“

Lífið

Fyrsta stikla úr Who is America?

Lífið

Landsmenn á Twitter: „Far vel HM“

Lífið

Prúðbúnar svilkonur fylgjast með Wimbledon

Auglýsing