Lífið

Bieber trúlofaður

Stórstjarnan Justin Bieber hefur beðið kærustu sína, Hailey Baldwin, um að giftast sér.

Parið er nýkomið til Bahamaeyjanna, en þau sáust á vappinu í New York fyrir tveimur dögum. Nordic Photos/ Getty

Kanadíski hjartaknúsarinn Justin Bieber trúlofaðist unnustu sinni, bandarísku fyrirsætunni Hailey Baldwin, um helgina. Hann bað hennar á veitingastað á Bahamaeyjum í Karíbahafinu.

Bieber og Baldwin njóta um þessar mundir samveru hvors annars á Bahamaeyjum, og hafa bæði deilt færslum þess efnis á samfélagsmiðlum. Foreldar Biebers, Jeremy Bieber og Pattie Mallette, hafa bæði fagnað trúlofuninni á samfélagsmiðlum sínum.

Þau Justin og Hailey tóku upp þráðinn á fyrra sambandi sínu eftir að Bieber og kærasta hans til margra ára, Selena Gomez, hættu saman.

Hailey Baldwin er eins og segir fyrirsæta og hefur setið fyrir í American Vogue, Marie Claire og Harper's Bazaar, ásamt því að koma fram í fjölda tónlistarmyndbanda og sjónvarpsþátta. Hún er að auki dóttir leikarans Stephen Baldwin, sem gerir stórleikarann Alec Baldwin að föðurbróður hennar.

TMZ greinir frá því að öryggisverðir Bieber hafi beðið gesti á veitingastað á Bahamaeyjum að ganga frá símunum sínum áður en hann lét vaða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ástfanginn Bieber

Lífið

Hlaðvarp um krabbamein

Fólk

Bill Burr til Íslands

Auglýsing

Nýjast

Billy Idol orðinn banda­rískur ríkis­borgari

Leynigestur með blómvönd gerði allt vitlaust

Þrýstu á Carell um endurkomu The Office

Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum

Flett ofan af Baldri Muller á stjórnmálaspjallinu

Pandan Bei Bei bregður á leik í snjónum

Auglýsing