Popp­stjarnan Justin Bieber opnar sig um fjöl­miðla­fárið sem fylgdi mynd­birtingu af honum fella tár í faðmi eigin­konu sinnar Hail­ey Baldwin Bieber. Mynd af við­kvæmu augna­bliki í lífi hjónanna prýddi for­síður götu­blaða hið ytra í ágúst árið 2018 en þar sást söngvarinn gráta við hlið Hail­ey í New York borg.

Mann­legur eins og aðrir

„Ég er bara venju­leg manneskja sem grætur,“ segir Justin í nýjasta þætti Youtu­be þátta­seríu sinnar, Justin Bieber: Sea­sons. Í þættinum gagn­rýnir söngvarinn að hann fái ekki sama rými til að vera mann­legur og aðrir.

„Fólk fer segja „Justin er í upp­námi, af hverju er Justin í upp­námi?“ Það er eins og þau leyfi mér ekki að vera bara í upp­námi. Ég hef ekki leyfi til að vera mann­legur og fella tár.“

Justin Bieber og Hailey Baldwin á umræddri mynd.

Mynda­vélar fylgja Bieber hvert fót­mál

Justin bendir á að fullt af fólki brotni niður dag­lega þegar þau eigi í sam­tölum við sína nánustu og að eini munurinn milli þeirra og hans er að mynda­vélar nái myndum af því í hans til­viki. „Fólk fer að spyrja „er í lagi með hann, er hann að fá tauga­á­fall?“ á meðan ég er bara til­finninga­ríkur, og það er allt í lagi,“ bætti söngvarinn við.

Söngvarinn minnist þess að hafa átt erfitt og að honum hafi fundist hann vera ofur­liði borinn þegar hann átti um­rætt sam­tal við Hail­ey. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að eiga í sam­skiptum við hana og ég var bara svo­lítið pirraður.“ Þess vegna hafi hann brostið í grát. „Það var á þessari stundu í lífi mínu sem mér leið eins og ég væri alveg út­keyrður.“