Fyrirsætan Hailey Baldwin virðist hafa staðfest hjónaband þeirra Justins Bieber, sem er tónlistarmaður, á Instagram í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessum merku tímamótum. Það gerði hún með því að breyta nafni sínu í Hailey Bieber.

Fréttablaðið greindi frá hjónabandinu í stórfrétt þann 2. október síðastliðinn en þau hafa fram til þessa ekki staðfest fregnirnar. Raunar höfðu þau neitað því á samfélagsmiðlum. Staðfestingar hefur þess vegna verið beðið í ofvæni.

Hafi einhver efast um hjónabandið eftir nafnabreytinguna tekur Justin Bieber af öll tvímæli með því að birta mynd af þeim saman undir myndamerkingunni „Eiginkonan mín er frábær.“

Hailey hefur einnig gert aðrar breytingar á skráningum hennar á samfélagsmiðlum sem renna enn styrkari stoðum undir fregnirnar. Sennilega er leitun að einhverjum sem efast um þessa ráðstöfun úr þessu.

Parið trúlofaði sig í sumar og birti af því tilefni ástarjátningar í röðum, á samfélagsmiðlum auðvitað. „Ég er svo ástfanginn af þér, Hailey,“ sagði Bieber og bætti við að hann gæti ekki beðið þess að kynnast henni betur. „Þú ert ástin í lífi mínu.“

View this post on Instagram

My wife is awesome

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on