Mikill styr hefur staðið um raun­veru­­­leika­þættina The Acti­vist sem til stendur að sýna á CBS í vetur. Þar átti bar­áttu­­­fólk fyrir góð­­­gerðar­­­málum að kynna verk­efni sín fyrir þriggja manna dóm­­­nefnd með það að mark­miði að komast á fund G20-ríkjanna í októ­ber.

Dómarnir eru tón­listar­­­maðurinn Us­her, leik­­­konan Pri­y­anka Chopra og dansarinn og söngvarinn Juli­anne Hough. Nú hefur Chopra beðist af­­­sökunar á þátt­töku sinni. Það fór fyrir brjóstið á mörgum að stilla bar­áttu­­­fólki upp á móti hvort öðru og gera verðuga mál­­staði að efni­við fyrir raun­veru­­­leika­þátt.

„Ég er ráð­villt. Er þetta fram­sækin marxísk gagn­rýni á það hvernig peningar og at­hygli etur saman að­gerðar­sinnum + og grefur undan rót­tækum breytingum? Eða bara enda­lok heimsins?“ spurði kanadíska fræði­konan og rit­höfundurinn Naomi Klein.

Us­her, Pri­y­anka Chopra og Juli­anne Hough.
Mynd/CBS

„Kraftur radda ykkar á undan­farinni viku hafa hreyft við mér. Nálgun þáttarins var röng og ég biðst af­­sökunar á að þátt­taka mín í honum hafi valdið mörgum ykkar von­brigðum. Mark­miðið var á­vallt að vekja at­hygli á fólkinu á bak við hug­­myndirnar og varpa ljósi á gjörðir og á­hrif mál­­staðanna sem þau berjast fyrir án af­láts,“ sagði Chopra á Twitter.

Hough tjáði sig einnig um málið á Insta­gram og sagði það að gera upp á milli mál­staða „missa marks.“

Fram­­leið­endur þáttanna hafa til­­kynnt að þeim verði breytt í heimilda­þætti um bar­áttu­­fólkið og mál­­staði þess.

„Að­gerða­stefna á heims­vísu gengur út á sam­vinnu og sam­­starf, ekki sam­­keppni. Við biðjum bar­áttu­­fólkið, stjórn­endur og sam­­fé­lag að­­gerðar­­sinna af­­sökunar - við gerðum mis­tök,“ sagði í yfir­­­lýsingu frá fram­­leiðslu­­fyrir­­­tækinu Global Citizen.

„Það er á­byrgðar­hluti fyrir okkur að nýta þennan vett­vang á sem á­hrifa­­ríkasta hátt til að styðja að breytingum.“