Sigurbjörn Ingimundarson, einn kosningastjóra Sjálfstæðisflokksins, segir að færri komist að en vilji á kosningavöku flokksins sem haldinn er í kvöld á Hilton Nordica.

„Við erum auðvitað bundin af fjöldatakmörkunum. Við höfum ekki verið að vísa fólki burt en hleypum inn eftir getu. Okkur finnst gaman að geta glaðst saman en það er leiðinlegt að geta ekki gert það í stærri hópi,“ segir Sigurbjörn.

Eins og má sjá er margmenni inni.
Fréttablaðið/Eyþór
Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans.
Fréttablaðið/Eyþór