David Boies, lög­maður Virginiu Roberts Guiffre, segir að svo geti vel farið að Meg­han Mark­le verði fengin til þess að tjá sig fyrir rétt vegna máls Virginu á hendur Andrésar Breta­prins. The Sun greinir frá.

Eins og fram hefur komið hefur Virginia, sem er eitt af fórnar­lömbum milljóna­mæringsins Jef­frey Ep­stein, sakað Andrés um að hafa brotið á sér í íbúð milljóna­mæringsins þegar hún var einungis 17 ára gömul.

Andrés, sem er upp­á­halds sonur Elísa­betar Bret­lands­drottningar, hefur í­trekað neitað sök. Segir lög­maður Virginu, David Boies, að hann treysti Meg­han til þess að segja sann­leikann í málinu.

„Hún er ein­hver sem við getum treyst á að segi sann­leikann,“ segir lög­maðurinn. Hann segir sig og kollega sína al­var­lega í­huga að stefna her­toga­ynjunni þannig hún neyðist til að gefa skýrslu vegna málsins.

Hann segir þrjár á­stæður vegna þessa. „Í fyrsta lagi er hún í Banda­ríkjunum, þannig að hún er í okkar lög­sagnar­um­dæmi. Í öðru lagi er hún ein­hver sem aug­ljós­lega í dá­góðan tíma var náin Andrési og hefur því mögu­lega orðið vitni að því sem hann gerði eða heyrði fólk tala um það. Vegna þessa þá gæti hún haft mikil­vægar upp­lýsingar undir höndum,“ segir lög­maðurinn.

Boise segir afar ó­lík­legt að Elísa­bet Bret­lands­drottning verði fenggin til að tjá sig. „Þar sem að hún er móðir hans er afar ó­lík­legt að hann hafi rætt þessi mál við hana.“