David Boies, lögmaður Virginiu Roberts Guiffre, segir að svo geti vel farið að Meghan Markle verði fengin til þess að tjá sig fyrir rétt vegna máls Virginu á hendur Andrésar Bretaprins. The Sun greinir frá.
Eins og fram hefur komið hefur Virginia, sem er eitt af fórnarlömbum milljónamæringsins Jeffrey Epstein, sakað Andrés um að hafa brotið á sér í íbúð milljónamæringsins þegar hún var einungis 17 ára gömul.
Andrés, sem er uppáhalds sonur Elísabetar Bretlandsdrottningar, hefur ítrekað neitað sök. Segir lögmaður Virginu, David Boies, að hann treysti Meghan til þess að segja sannleikann í málinu.
„Hún er einhver sem við getum treyst á að segi sannleikann,“ segir lögmaðurinn. Hann segir sig og kollega sína alvarlega íhuga að stefna hertogaynjunni þannig hún neyðist til að gefa skýrslu vegna málsins.
Hann segir þrjár ástæður vegna þessa. „Í fyrsta lagi er hún í Bandaríkjunum, þannig að hún er í okkar lögsagnarumdæmi. Í öðru lagi er hún einhver sem augljóslega í dágóðan tíma var náin Andrési og hefur því mögulega orðið vitni að því sem hann gerði eða heyrði fólk tala um það. Vegna þessa þá gæti hún haft mikilvægar upplýsingar undir höndum,“ segir lögmaðurinn.
Boise segir afar ólíklegt að Elísabet Bretlandsdrottning verði fenggin til að tjá sig. „Þar sem að hún er móðir hans er afar ólíklegt að hann hafi rætt þessi mál við hana.“