Þor­valdur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­film, segir ó­vissuna gríðar­lega í rekstri kvik­mynda­húsa þessa dagana en stór­myndin Tenet hafi gert sitt til að laða að kvik­mynda­húsa­gesti á þessum síðustu og verstu CO­VID tímum.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Þor­valdur stemninguna í dag skrítna, menn hjá Sam­bíóunum viti varla hvaða mynd verður í sýningu í næstu viku, þar sem stúdíóin hafi nokkuð í­trekað frestað stór­myndum upp á síð­kastið vegna heims­far­aldursins.

„Það hefur gengið vel,“ segir Þor­valdur um vin­sældir Tenet, sem er í leik­stjórn stór­leik­stjórans Christop­her Nolan. Með sanni má segja að kvikmyndin hafi verið fyrsta stórmyndin í húsi eftir að kófið kom upp. Hann segir að um 20 þúsund manns hafi sótt sýningar kvik­mynda­húsa á myndinni, sem sé vel af sér vikið.

„Það voru auð­vitað á­kveðnar þrengingar í sölu til að byrja með enda sam­komu­bann og því seldum við ekki alveg eins mikið og hefði geta verið fyrstu tvær vikurnar,“ segir Þor­valdur. Nú sé eina er­lenda myndin sem sé vin­sælli en Tenet, stríðs­myndin 1917 sem sýnd var í upp­hafi ársins.

„Við getum auð­vitað ekki verið annað en á­nægð með þetta, enda sýnir það sig að einu myndirnar sem eru vin­sælli eru ís­lensku myndirnar Amma Hófí og Síðasta veiði­ferðin,“ segir Þor­valdur.

„Þetta segir okkur bara það að fólk er klár­lega til­búið að koma í bíó þegar þessar stóru myndir koma. Vanda­málið í dag er bara að stúdíóin eru búin að fresta þessum stóru myndum, fram að jólum, fram á næsta ár og svo fram­vegis. Okkur vantar bara þessar stóru myndir.“

1917 var í sýningu í upphafi árs og þykir sumum ár og öld síðan, enda margt gerst á þessum níu mánuðum.
Mynd/Skjáskot

Hvernig leggst þá haustið í ykkur?

„Við áttum til dæmis að fá Wonder Woman 2 núna á föstu­dag, en það er búið að fresta henni til jóla. Svo átti Black Widow að koma núna í nóvember eftir að hafa verið frestað frá apríl, en núna á hún ekki að koma fyrr en næsta vor,“ segir hann.

„Við bara krossum fingur og vonum að hann komi,“ segir Þor­valdur að­spurður sér­stak­lega út í nýjustu James Bond myndina og þá síðustu með Daniel Cra­ig í aðal­hlut­verki, sem frestað var frá apríl og fram í nóvember.

„Hún er enn á sínum degi, 20. nóvember. Dis­n­ey/Pixar teikni­myndin Soul er líka að koma 20. nóvember svo þetta eru þessar næstu tvær stóru sem koma inn og má mögu­lega búast við því að það verði ró­legt þar til þessar myndir koma, það er alla­vega engir stórir block­bu­sterar á leiðinni fyrr en þá,“ segir Þor­valdur.

„En ef allt verður ó­breytt eru sterkar myndir að koma inn um jólin. Wonder Woman 2, Dune, Free Guy með Ryan Reynolds og De­ath on the Nile, sem er Ag­atha Christi­e myndin.

Þessar koma allar í desember, og þá lítur þetta vel út, svo að frá nóvember og á­fram getum við ekki verið annað en bjart­sýn að þetta gangi kannski svo­lítið til baka og við komumst í eðli­legt horf,“ segir hann.

Hann tekur þó fram að barna­myndirnar tal­settu sé ætíð vin­sælar um helgar. „En svo er bara svo mikil ó­vissa í dag, maður veit varla hvaða mynd maður fær í næstu viku, hvort hún frestist eða ekki. En það reddaði okkur al­gjör­lega í septem­ber að Tenet skyldi koma inn á markaðinn.

Soul: 20. nóvember

No Time To Die: 20. nóvember

Free Guy: 11. desember

Dune: 16. desember

Death on the Nile: 18. desember

Wonder Woman 2: 26. desember