Lífið

Beyoncé og Jay-Z saman á tón­­leika­­ferða­lagi

Þau munu meðal annars koma fram í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Frá síðasta tónleikaferðalagi þeirra hjóna. Fréttablaðið/Getty

Ofurhjónin Beyoncé og Jay-Z munu halda tónleikaferðalag í N-Ameríku og Evrópu í sumar og haust. Beyoncé greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni, en ferðalagið hefst í júní.

Túrinn mun bera heitið On The Run II og hefst hann á Bretlandi þann 6. júní en lýkur í Vancouver í Kanada 2. október. Þess á milli munu þau leika víða í N-Ameríku og Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ekki er ólíklegt að fjöldi Íslendinga muni leggja land undir fót og reyna að berja þessar tvær stórstjörnur augum.

Síðasta sameiginlega ferðalag þeirra hjóna var árið 2014 og bar heitið On The Run. Þá hafði Beyoncé nýlokið tónleikaferðalagi sínu The Mrs. Carter Show World Tour og Jay-Z The Magna Carter World Tour.

Skoða má dagskrá tónleikaferðalagsins hér.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Lífið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

Lífið

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Auglýsing

Nýjast

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Geðs­hræring þegar for­eldrarnir slökktu á Fortni­te

Ein­mana sálir þiggja jóla­boð með tárin í augunum

Auglýsing