Poppgoðsögnin Beyoncé birti í dag plötuumslagið af nýjustu breiðskífu sinni Renaissance, sem væntanleg er 29. júlí næstkomandi. Á umslaginu sést söngkonan sitjandi á glóandi hesti, klædd í efnislítil nærföt.
Beyoncé birti myndina á Instagram og skrifaði undir:
„Að búa til þessa plötu ljáði mér að finna stað til dreyma og flýja burt á óhugnanlegum tímum fyrir heimsbyggðina. Það gerði mér kleift að vera frjáls og ævintýragjörn á tímum þegar lítið annað var að gerast. Ætlun mín var að skapa öruggt rými, stað án dóms. Stað þar sem maður er laus undan fullkomnunaráráttu og ofhugsunum. Stað til að öskra, fá útrás og vera frjáls.“
Aðdáendur söngkonunnar hafa bent á að myndin á plötuumslaginu líkist nokkuð þekktu málverki listamannsins John Collier frá 1897, Lady Godiva, en á því má sjá nakta konu sitjandi á hesti.
Renaissance er fyrsta sóloplata Beyoncé síðan hún gaf út Lemonade árið 2016. Fyrsta lagið af plötunni, Break My Soul, var gefið út nýlega.