Popp­goð­sögnin Beyoncé birti í dag plötu­um­slagið af nýjustu breið­skífu sinni Renaissance, sem væntan­leg er 29. júlí næst­komandi. Á um­slaginu sést söng­konan sitjandi á glóandi hesti, klædd í efnis­lítil nær­föt.

Beyoncé birti myndina á Insta­gram og skrifaði undir:

„Að búa til þessa plötu ljáði mér að finna stað til dreyma og flýja burt á ó­hugnan­legum tímum fyrir heims­byggðina. Það gerði mér kleift að vera frjáls og ævin­týra­gjörn á tímum þegar lítið annað var að gerast. Ætlun mín var að skapa öruggt rými, stað án dóms. Stað þar sem maður er laus undan full­komnunar­á­ráttu og of­hugsunum. Stað til að öskra, fá út­rás og vera frjáls.“

Að­dá­endur söng­konunnar hafa bent á að myndin á plötu­um­slaginu líkist nokkuð þekktu mál­verki lista­mannsins John Colli­er frá 1897, Lady Godiva, en á því má sjá nakta konu sitjandi á hesti.

Renaissance er fyrsta sólop­lata Beyoncé síðan hún gaf út Lemona­de árið 2016. Fyrsta lagið af plötunni, Break My Soul, var gefið út ný­lega.