Ný plata er væntanleg frá bandarísku söngkonunni, Beyoncé Knowles, 29 júlí næstkomandi. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum.

Platan ber heitið Renaissance, eða endurreisn á íslensku, en Beyoncé hefur ekki gefið út plötu frá árinu 2016 þegar hún gat út Lemonade. Þetta kemur fram á vef The Guardian

Fyrir um viku síðan hafði Beyoncé tekið allar forsíðumyndir af samfélagsmiðlum sínum, Instagram, Twitter, Facebook og YouTube.

Aðdáendur hennar fóru að giska í eyðurnar og voru viss um að eitthvað stórt væri í vændum, líkt og útgáfu á nýrri plötu.