Banda­ríski leikarinn Bob Oden­kirk, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt sem lög­fræðingurinn slægi Saul Goodman í þáttunum Breaking Bad og Bet­ter Call Saul, hneig niður á setti við tökur á síðar­nefndu þáttunum og þurfti að leggjast inn á spítala í kjöl­farið.

Sam­starfs­menn Oden­kirk hringdu á sjúkra­bíl sem flutti 58 ára gamla leikarann á spítala, hvar hann dvaldist yfir nótt. Ekki er vitað hvað olli því að leikarinn hneig niður eða hversu lengi hann þarf að dveljast á spítala.

Michael McKean sem leikur bróður Oden­kirk í Bet­ter Call Saul, sendi kollega sínum bar­áttu­kveðju á Twitter og skrifaði:

„Sendi gífur­lega ást til okkar @mr­bo­boden­kirk. Þú stendur þig vel, bróðir.“

Bet­ter Call Saul er fram­hald af þáttunum Breaking Bad sem segir for­sögu þeirra þátta. Tökur standa nú yfir á sjö­ttu og síðustu seríu þáttanna í Nýju Mexíkó sem stefnt er að því að frum­sýna á Net­flix og AMC á næsta ári.

Oden­kirk hefur verið til­nefndur til fjögurra Em­my­verð­launa fyrir frammi­stöðu sína sem lög­maðurinn Jimmy McGill sem svífst einskis við að klífa upp met­orða­stigann undir dul­nefninu Saul Goodman.