Kynningar

Betri upptaka og virkni með KAL

KAL ActivMelt er ný bætiefnalína frá hinum þekkta framleiðanda KAL. Þetta eru bragðgóðar munnsogstöflur. KAL bætiefnalínan kemur frá Kaliforníu og á rætur að rekja til ársins 1932.

Ösp Viðarsdóttir næringarþerapisti.

Vítamín og steinefni gegna mikilvægu hlutverki í allri líkamsstarfsemi. Sumir eiga mjög erfitt með að kyngja töflum eða hylkjum, til dæmis margt eldra fólk. Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti hjá Heilsu, segir að upptaka líkamans á munnsogstöflum sé oft mun betri en í steyptum töflum eða hylkjum. „Munnsogstöflurnar henta því frábærlega fyrir fólk sem á erfitt með að nýta næringarefni af einhverjum ástæðum,“ segir hún.

Góð form og áhrifaríkar blöndur

KAL býður nokkrar tegundir vítamína. Þar má nefna KAL B12 sem inniheldur tvenns konar form B12-vítamíns. Það eru methyl- og adenosylcobalamin. „Þessi blanda hentar vel öllum sem þurfa að taka inn B12 en þau styðja m.a. vel við efnaskiptin í líkamanum og orkuvinnslu,“ segir Ösp.

Frá KAL má einnig finna blöndu D3- og K2-vítamína. Þau vinna vel saman og eru til dæmis bæði mjög mikilvæg fyrir heilbrigði beina og æða. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á sterk tengsl milli K2 og D3 og hversu mikilvægt K2 er til að upptaka og nýting á kalki verði sem best. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á nauðsyn K2 til að fyrirbyggja æðakölkun,“ útskýrir Ösp. „Með munnsogstöflunum fæst betri upptaka og meiri virkni,“ segir hún.

Kal ActivMelt fæst í verslunum Lyfju og í Heilsuhúsinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Kynningar

Glitur og glamúr hjá Rítu fyrir jólin

Kynningar

BÓEL – töff og smart verslun í miðbænum

Auglýsing

Nýjast

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Kom nakinn fram hjá Gísla Marteini

Ótrúleg saga Vivian Maier

Auglýsing