Það stóð ekki á svörunum frá konunum um hvaða maskari er í uppáhaldi þessa stundina enda grípa fæstir bara næsta maskara úr hillunni og eru sáttir. Þetta er ferðalag. Maskaraferðalag. Til sönnunar um að þetta sé persónulegt þá eru hér nefndir fimm maskarar en aldrei sá sami tvisvar.

Fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir segist hafa gert fullt af tilraunum með aðra maskara en hennar eina sanna en alltaf snúið aftur. Mynd/Stefán Karlsson

Klassískur í svörtum lit

Uppáhalds maskarinn minn er frá Lancome og heitir Hypnose Volumizing Mascara. Ég hef gert fullt af tilraunum með aðra maskara en enda alltaf aftur á Hypnose, þessum klassíska í svörtum lit. Og þar sem ég er mjög sérvitur verður þetta að vera hinn klassíski en ekki einhver útfærsla með einhverju drama eins og einn Hypnose maskarinn heitir. Ég hef vanið mig á að nota maskara frá því ég var táningur því annars finnst mér ég alveg andlitslaus og þess vegna er Hypnose maskarinn mikilvægur því ég þekki hvernig hann virkar og svo þvæst hann auðveldlega af augunum.

Vala notar alltaf Lancome Hypnose Volumizing Mascara, klassískan – engar nýstárlegar útfærslur.
Sjónvarpskonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran segist alltaf nota sama maskarann enda haldist hann á sama hvað. Mynd/Ernir

Helst á allan daginn

Uppáhalds maskarinn og sá sem ég nota alltaf er Sensai Lash Volumiser 38°Maskarinn. Hann helst eins á mér allan daginn og þó ég fari á æfingu þá hreyfist hann ekki og ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af því hvort ég sé svört undir augunum. Það er afar auðvelt að ná honum af með heitu vatni. Hann er algjör nauðsyn í snyrtitöskuna mína.

Eva Laufey er trú sínum maskara og notar alltaf Sensai Lash Volumiser 38°
Marín Manda Magnúsdóttir, nútímafræðingur í fæðingarorlofi segir regluna þegar kemur að maskaranotkun hennar vera „more is more.“

Notar tvo maskara saman

Ég nota oftast tvo maskara saman og mínir uppáhalds maskarar eru alltaf með stórum þykkum bursta og þekja mikið. Þegar kemur að maskara notkun minni þá er reglan alltaf „...more is more.“ Ég nota maskara á hverjum degi og hef verið að nota maskara frá Kiko í nokkurn tíma en hann heitir EXTRA SCULPT VOLUME MASCARA. Í dag er ég að nota hann með VINYL COUTURE maskaranum frá Yves saint Laurent.

Marín Manda notar tvo maskara saman, fyrst Extra Sculpt Volume Mascara frá Kiko og svo Vinyl Couture frá Yves Saint Laurent.
Marín Manda notar tvo maskara saman, fyrst Extra Sculpt Volume Mascara frá Kiko og svo Vinyl Couture frá Yves Saint Laurent.
Þórunn Högnadóttir stílisti skrapp til London í sumar og keypti nýjan maskara sem mælt hafði verið með við hana. Mynd/Ernir

Kraftaverkamaskari

Besti maskarinn er Better Than Sex frá Too Faced. Ég skrapp til London nú í sumar og eins og geri alltaf þegar ég fer erlendis kiki ég í make up verslanir. Frænka mín benti mér á þennan maskara, og VÁ hvað hann er geggjaður, ég er ekki með löng né þétt augnahár, en þessi maskari gerir eitthvað kraftaverk! Mæli klárlega með honum.

Þórunn segir Better Than Sex frá Too Faced maskarann gera kraftaverk fyrir augnhár sín sem séu hvorki löng né þétt.