Í hinni virtu mat­reiðslu­keppni Bocu­se d’or fékk Sigurður Kristinn Lauf­dal Haralds­son mat­reiðslu­maður verð­laun fyrir besta kjöt­plattann. Ís­lenska liðið endaði í fjórða sæti en Frakkar hrósuðu sigri.

Bocu­se d’or er ein allra virtasta mat­reiðslu­keppni heims ef ekki sú virtasta og verið haldin síðan 1987. Keppnin er oft kölluð hin eina sanna heims­meistara­keppni í mat­reiðslu.

Norð­menn enduðu í þriðja sæti en að­eins munaði fjórum stigum á Ís­landi og Norð­mönnum. Danir fengu silfrið að þessu sinni.

Sigurður vann keppnina Kokkur ársins 2011 hér á landi og keppti í Bocu­se d’Or fyrir Ís­lands hönd árið 2013. Fimm efstu sætin í keppninni tryggja þeim þjóðum sjálf­krafa keppnis­rétt í næstu keppni.