Ljós­myndari News Channel 5 í Nas­hvil­le í Banda­ríkjunum fylgdi á dögunum manni sem tekið hefur lög­gæslu þar í borg í eigin hendur, undir dul­nefninu „Shadow Pat­riot.“

Hann segist ekki líta á sig sem ofur­hetju, þrátt fyrir að hann klæði sig upp í sér­stakan búning til að leyna per­sónu­ein­kennum sínum. „Nas­hvil­le um dag er skemmti­legur staður til að vera,“ segir lög­gæslu­maðurinn. „En þegar sólin sest taka þessir hlutir á sig grárri mynd, verða verri og þar kemur Shadow Pat­riot inn.“

Eins og sjá má er lög­gæslu­maðurinn með Banda­ríkja­fána framan á sér. „Ég er borgara­hetja og á kvöldin vakta ég mið­bæinn,“ segir hann. Hann tekur fram að lög­reglan geti ekki verið alls staðar og því vilji hann gera sitt gagn.

„Þetta er eins og ná­granna­gæslan. Ég labba um og fylgist með. Flestir fylgjast ekki með neinu og vita ekkert hvað er á bak við sig,“ segir hann. „Ég er ekki að reyna að vera mynda­sögu­hetja. Ég er ekki ofur­hetja. Ég er bara venju­legur gaur sem felur nafn sitt. Þetta snýst ekki um mig, þetta er um Shadow Pat­riot og Banda­ríkin.“