Laufey Rún Ketilsdóttir, lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, viðskiptafræðingur og þingmaður Miðflokksins, eru nýtt par en DV greindi frá málinu fyrr í dag.

Að því er kemur fram í frétt DV um málið hafa Laufey og Bergþór þekkst lengi en stutt er síðan þau byrjuðu saman. Þrátt fyrir að þau séu nú í sitt hvorum flokknum voru þau bæði virk í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna á sínum yngri árum.

Bæði hafa þau starfað sem aðstoðarmenn ráðherra en Laufey var aðstoðarmaður Sigríðar Á. Anderssen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Bergþór var áður aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, fyrrum samgönguráðherra.

Bergþór er einna þekktastur fyrir Klaustursmálið svokallaða í nóvember 2018.

Siðanefnd Aþingis komst að þeirri niðurstöðu ári síðar að Bergþór hafi brotið siðareglur með ummælum sínum á Klaustri um Ingu Sæland, Írisi Róbertsdóttur, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, og Lilju Alfreðsdóttur.