Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins létu nefna dóttur þeirra, Ósk Bergþórsdóttur á dögunum.

Frá þessu greindi Laufey í færlsu á Facebook í dag og birti mynd af þeim mæðgum með textanum, „Ósk Bergþórsdóttir og mamma hennar.“

Stúlkan kom í heiminn 9. maí á þessu ári og er fyrsta barn þeirra saman, en á Bergþór eina dóttur úr fyrra hjónabandi.

Laufey og Ósk og góðri stundu.
Mynd/Skjáskot