Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Dómnefndir í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi tilnefna hver sitt verk til verðlaunanna.

Vestnorræn dómnefnd með einum fulltrúa úr hverri landsnefnd kemur saman til fundar og velur sigurverk.