Sjón­varps­konan Berg­lind Péturs­dóttir, sem betur er þekkt sem Berg­lind Festi­val, er gengin út. Frá þessu er greint á Smart­landi en hinn heppni er Þórður Gunnars­son, blaða­maður Markaðsins.

Þar kemur fram að parið hafi spókað sig á há­tíðar­sýningu Vertu úlfur í gær­kvöldi. Vart þarf að kynna Berg­lindi sem hefur á undan­förnum árum staðið fyrir skemmti­legustu inn­s­lögum sjón­varpsins í viku­legum þætti Gísla Marteins.

Þórður hefur undan­farið starfað sem blaða­maður á Markaðnum, en hefur komið víða að og meðal annars starfað í London. Ekki er hægt að gefa sér annað en að þau hafi skemmt sér stór­vel saman á há­tíðar­sýningunni í gær.

Þórður og Berglind eru nýjasta parið í Reykjavík.
Fréttablaðið/Samsett