Jennifer Lopez og Ben Affleck, sem hafa saman fengið nafnagiftina Bennifer, mættu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þau tóku sig aldeilis vel út þar og aðdáendur parsins segja þetta vera táknrænt augnablik.

Ben Affleck leikur í og skrifaði ásamt Matt Damon bíómyndina The Last Duel sem frumsýnd var á hátíðinni.

JLo og Affleck voru par snemma á öldinni en hættu saman árið 2004. Þau byrjuðu aftur saman snemma á árinu en hafa lítið viljað tjá sig um endurlífgaða sambandið.

Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA
Fréttablaðið/EPA