Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson og dansarinn Heiða Björk Ingimars­dótt­ir eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag.

„Föstudaginn 13.01.23 kom stelpan okkar í heiminn. Hún er fullkomin,“ skrifar Benni við mynd af börnum sínum.

Fyrir á parið soninn Elmar Inga fæddan 2020 sem virðist hæstánægður með nýja hlutverkið.

Lífið á Fréttablaðinu óskar fjölskyldunni með nýju viðbótina.