Bennett Jordan, Bachelorette keppandi, mætti til Jimmy Kimmel nú á dögunum og fékk að endur­leika staf­setninga­próf sem kappinn fór í og gjör­sam­lega klúðraði í nýjustu seríunni af raun­veru­leika­þáttunum.

Út­koman er svo sannar­lega drep­fyndin líkt og má sjá hér að neðan. Á­horf­endur muna ef­laust að pipar­meyjan Tayshia Adams lagði svo­kallað „full­orðins­próf“ fyrir pipar­sveinana sína. Þar þurftu þeir að leysa alls­konar próf, meðal annars svo­kallað staf­setninga­próf, þar sem Bennett var lang­lé­legastur.

Það sætti furðu, enda 36 ára gamli kappinn dug­legur að minna á það í þáttunum að hann er Harvard genginn. Þá hafa um­mæli hans í garð sam­keppanda síns, hins 25 ára gamla Noah Erb, þar sem hann gerir í­trekað lítið úr gáfna­fari hans vakið mikla at­hygli.

Í þætti Kimmel fær Bennett hins­vegar að endur­taka leikinn. Þar prófar hann meðal annars að staf­setja orð líkt og „Tayshia“ og „boner.“ Sjón er sögu ríkari.