Bennett Jordan, Bachelorette keppandi, mætti til Jimmy Kimmel nú á dögunum og fékk að endurleika stafsetningapróf sem kappinn fór í og gjörsamlega klúðraði í nýjustu seríunni af raunveruleikaþáttunum.
Útkoman er svo sannarlega drepfyndin líkt og má sjá hér að neðan. Áhorfendur muna eflaust að piparmeyjan Tayshia Adams lagði svokallað „fullorðinspróf“ fyrir piparsveinana sína. Þar þurftu þeir að leysa allskonar próf, meðal annars svokallað stafsetningapróf, þar sem Bennett var langlélegastur.
Það sætti furðu, enda 36 ára gamli kappinn duglegur að minna á það í þáttunum að hann er Harvard genginn. Þá hafa ummæli hans í garð samkeppanda síns, hins 25 ára gamla Noah Erb, þar sem hann gerir ítrekað lítið úr gáfnafari hans vakið mikla athygli.
Í þætti Kimmel fær Bennett hinsvegar að endurtaka leikinn. Þar prófar hann meðal annars að stafsetja orð líkt og „Tayshia“ og „boner.“ Sjón er sögu ríkari.
Bennett from #TheBachelorette gets a chance to redeem himself! @Harvard pic.twitter.com/zuTBp1egfc
— Jimmy Kimmel Live (@JimmyKimmelLive) November 25, 2020