Samband Affleck og Lopez var afar umtalað á fyrsta áratugi þessarar aldar. Á sínum tíma var talað um þau sem fyrsta „ofurpar“ internetaldarinnar og í dægurblöðum gengu þau saman undir nafninu „Bennifer“. Fjölmiðlaathyglin reyndist sambandi þeirra þó ekki til framdráttar en hún stuðlaði meðal annars að því að þau frestuðu brúðkaupi sínu árið 2003 og bundu síðan enda á trúlofun sína árið eftir. Affleck sagðist síðar telja að samband þeirra og fjölmiðlafárið sem því fylgdi hefði haft neikvæð áhrif á feril hans og almannaímynd.

Umtalað varð að Affleck og Lopez hefðu tekið aftur saman í maí síðastliðinn þegar fór að sjást til þeirra saman í Miami. Myndirnar sem teknar voru á sunnudaginn eru úr afmælisveislu systur Lopez. Stjörnurnar kunna að vona að slúðurblöðin líti annað í þetta sinn.