Leikarinn Ben Af­f­leck fór fögrum orðum um nýja kærustu sína, Jenni­fer Lopez, í við­tali við blaðið Adwe­ek um helgina.

„Ég er fullur að­dáunar á á­hrifum Jenni­fer á heiminn. Í mesta lagi, sem lista­maður, get ég búið til kvik­myndir sem hreyfa við fólki. Jenni­fer lætur stóran hóp fólks líða eins og þau eigi sæti við borðið í þessu landi“ sagði Af­f­leck í við­talinu.

Hann sagði að það væru fáir í mann­kyns­sögunni sem hafi slík á­hrif á fólk og að það væri ekki annað hægt en að horfa á og dást að því.

Hann dáðist einnig að því hversu sterk fyrir­mynd Lopez er fyrir aðrar konur í kvik­mynda- og tón­listar­bransanum. Hann sagðist hafa séð það aftur og aftur hvernig litaðar konur hafa nálgast Jenni­fer og sagt henni hvað það þýðir fyrir þær.

Fjallð er um þetta á vef Page Six en við­talið við Af­f­leck er hægt að lesa hér.

Parið tók saman að nýju nýlega en þau voru fyrst saman fyrir um tuttugu árum.