Ofur­fyrir­sætan Bella Hadid er fal­legasta kona heims ef marka má um­fjöllun Daily Mail þar sem vísað er hinn fræga fegurðar­skala „Golden Ratio of Beauty Phi“ eins og hann nefnist á frum­málinu. Mætti full­yrða að Bella Hadidi sé því fal­legasta kona heims sam­kvæmt vísindum, að minnsta kosti ef marka má frétt breska götu­blaðsins.

Í fréttinni kemur fram að Hadid hafi borið sigur úr býtum þegar mynd­tölvu­tækni fegurðar­læknisins Juli­an De Silva var nýtt til að reikna út myndir af stjörnum út frá fegurðar­skalanum.

Fyrir­sætan fékk alls 94,35 prósent en rétt á eftir henni kemur söng­konan Beyoncé með 92,44 prósent, Am­ber Heard er sú þriðja með 91,85 og Ariana Grande þar næst með 91,81.

„Bella Hadid var klár sigur­vegari þegar allir angar and­litsins voru mældir út frá líkam­legri full­komnun,“ hefur breski miðillinn eftir fegurðar­lækninum.

Aðrar konur sem einnig náðu inn á listann voru Taylor Swift (91,64 prósent), Kate Moss (91,05 prósent), Scar­lett Johans­son (90,91 prósent), Natali­e Port­man (90,51 prósent), Katy Perry (90,08 prósent) og Cara Dela­ving­ne (89,99 prósent).

Fréttablaðið/Skjáskot