Breska leik­konan Kate Beckinsa­le og kanadíski rapparinn Goo­dy Grace hafa slitið sam­bandi sínu. Parið byrjaði að stinga saman nefjum fyrr á þessu ári og bjuggu saman frá því snemma í vor.

„Þetta er ekkert stór­mál fyrir Kate,“ er haft eftir heimildar­manni Peop­le Magazine. „Það var frá­bært fyrir Kate að hafa hann hjá sér í út­göngu­banninu,“ bætir heimildar­maðurinn við.

Ungir menn í brennidepli

Sam­band Kate og Grace vakti heims­at­hygli fyrr á árinu þar sem mikill aldurs­munur er á parinu, hin 46 ára gamla Kate er nefni­lega 24 árum eldri en tón­listar­maðurinn ungi, sem er 22 ára.

Heimildar­maðurinn bætti við að Grace væri ungur og að Kate væri ekki í for­gangi hjá honum. „Hún skilur það alveg.“ Þrátt fyrir skilninginn er Kate búin að eyða öllum um­merkjum um sam­band þeirra af sam­fé­lags­miðlum.

Leik­konan hefur skapað sér orð­stír í gegnum tíðina fyrir að hrífast af yngri mönnum en síðasti kærasti hennar, leikarinn Pete David­son, var litlu eldri en Grace eða tuttugu árum yngri en hún. Þá átti hún einnig í stuttu sam­bandi við uppi­standarann Matt Rife sem er nú 24 ára.