Victoria Beckham segir lykilinn að farsælu hjónabandi sínu við David Beckham góð samskipti. Hún segir þau hafi vaxið og þroskast sem einstaklingar, en alltaf við hvors annars hlið. Þótt Victoria lýsi því að um hafi verið að ræða ást við fyrstu sýn, hefur sambandið staðist tímans tönn.

David og Victoria hafa verið gift í tuttugu ár. Hún segir að flest sem þau geri snúist um börnin þeirra fjögur, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper sem séu alltaf í fyrsta sæti.

,,Börnin eru í fyrsta sæti. Allt sem við gerum snýst um krakkana. Við vinnum bæði mikið, ferlarnir okkar skipta okkur máli. Við kunnum að meta hvert annað. Við erum heppin að hafa fundið hvort annað og við erum að þroskast saman.”

,,Góð samskipti eru lykill að góðu hjónabandi. Við erum til staðar fyrir börnin okkar og elskum fjölskylduna okkar. Allt sem við gerum snýst um fjölskylduna, um að vera dugleg og leggja hart að okkur. Við höfum svipaða forgangsröðun. Svo finnst okkur báðum gott að láta stjana við okkur," lýsir Victoria.

Victoria og David deila nefnilega áhuga á húðumhirðu og finnst gaman að setja á sig maska á kvöldin. ,,Við deilum rakakremum og möskum”